Fréttir

Umferðin hlutfallsleg aukning

6. maí 2024 : Aðeins dregur úr hraða umferðaraukningar, en samt met

Umferðin á Hringvegi í nýliðnum apríl jókst um 1,8 prósent sem er heldur minni aukning en mánuðina þar á undan. Eigi að síður hefur aldrei mælst meiri umferð á Hringveginum í aprílmánuði. Frá áramótum hefur umferðin aukist um nærri sjö prósent sem er mikil aukning.
Sérstök skilti sem minna vegfarendur á mikilvægi þess að fara varlega, verða sett upp á nokkrum framkvæmdastöðum við vegi landsins í sumar.

2. maí 2024 : Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér

Öryggi starfsfólks við vegavinnu verður til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar þriðjudaginn 7. maí. Þar verður kynnt vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga umferð og Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði.

Yfirlitsmynd af hjáleið við undirgöng undir Breiðholtsbraut.

21. apríl 2024 : Hjáleiðir vegna vinnu við ný undirgöng undir Breiðholtsbraut frá og með 26. apríl

Vegna vinnu við ný undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel verður umferð bíla færð á hjáleið til hliðar við framkvæmdasvæðið. Umferð gangandi færist á hjáleið um gatnamót Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Tekur þetta gildi frá og með 26. apríl næstkomandi.

Fréttasafn